Framboð mitt til stjórnlagaþings
18.10.2010 | 17:45
Kæri lesandi,
Ég býð mig fram af einskærum áhuga og af íslenskri bjartsýnisvon um bætt ríki eftir þessa hörmungartíma sem við lifum nú. Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands inniheldur æðstu lög landsins.
Ákveðin tilvik hafa sýnt að það þarf að skerpa á ákvæðum hennar og gera hana hnitmiðaðri. Stjórnarskrá á að innihalda fastheldið form ákvæða sem ekki býður upp á þrætur um lögskýringar í erfiðum málum. Hún þarf að innihalda leiðbeiningar um hvernig eigi að leysa úr málunum með ótvíræðum hætti. Fyrirmæli um störf og ábyrgð ráðamanna ásamt skýrum fyrirmælum um hvernig skipting slíkrar ábyrgðar fellur. Síðast, en alls ekki síst, á stjórnarskrá að vera skjól mannréttinda, en það var upphaflegur tilgangur stjórnarskráa um víða veröld fyrir um 200 árum síðan. Þau mega aldrei gleymast. Til þess að svo megi vera þarf að vera sterk stjórnarskrá, samin af fólkinu fyrir fólkið, að kveða með skýrum hætti á um skiptingu ríkisvalds, ásamt því setja framkvæmdavaldinu og löggjafavaldinu skýr mörk gagnvart frelsi, framtíð og öryggi fólksins. Þá fyrst er tilgangi stjórnarskrárinnar náð.
Þetta eru mínar áherslur í nýrri stjórnarskrá lýðveldisins Íslands og ég vona að þær gagnist þér.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.